Vefumsjónarmaður
RÚV auglýsir starf vefumsjónarmanns til 1. febrúar 2015 vegna barneignaleyfis. Viðkomandi þyrfti að geta byrjað í hálfu starfi sem fyrst og að fullu frá 1. júlí.
Vefumsjónarmaður er lykilmaður á nýmiðladeild RÚV og annast samskipti við notendur og frétta- og dagskrárgerðarfólk. Vefumsjónarmaður kemur jafnframt að stjórn verkefna og stefnumótun eftir því sem við á hverju sinni.
Helstu verkefni:
– Eftirlit með vefútsendingu og upptökukerfum
– Notendaþjónusta, m.a. að svara tölvupósti og síma
– Kennsla og þjálfun starfsfólks, bæði rétt vinnubrögð og notkun veftóla
– Leiðsögn og umsjón með starfsfólki á kvöldvöktum
– Umsjón með samfélagsmiðlasíðum RÚV, mótun stefnu um notkun þeirra og þjálfun starfsfólks
– Ábyrgð á verkefnastjórnunarkerfum nýmiðladeildar
– Bakvaktir með neyðarsíma utan dagvinnutíma
– Önnur sérverkefni
Hæfniskröfur:
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Reynsla af umsjón vefsíðna
– Grunnþekking á vefvinnslu og geta til að tileinka sér einfalda forritun
– Geta til að tileinka sér notkun vefumsjónarkerfa og annars tæknibúnaðar
– Reynsla af textaskrifum æskileg
– Góð íslenskukunnátta skilyrði, sérstaklega í rituðu máli
– Sjálfstæði í vinnubrögðum
– Þekking á efnisframboði og hlutverki RÚV
Nýmiðladeild er lítil deild með stórt verkefni: að reka og bæta vefinn, RÚV.is, virkja 80 ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir meira af efni en nokkur annar fjölmiðill og finna nýjar leiðir til að miðla því efni allan sólarhringinn. Hlutverk nýmiðladeildar er að tryggja að RÚV.is standist kröfur um nútímavefþjónustu. Deildin á að vera leiðandi í innleiðingu og notkun RÚV á nýjum miðlum og samskiptaformum, t.d. á vefnum, í farsímum og öðrum nettengdum tækjum auk samfélagsmiðla.
Á RÚV.is er fréttaþjónusta allan sólarhringinn árið um kring. Þar er hægt að horfa á beina útsendingu sjónvarps, hlusta á útvarp og horfa á yfir 400 upptökur í viku hverri og í hlaðvarpinu er að finna hátt í tvö hundruð þætti úr dagskrá RÚV.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti ingolfur.bjarni.sigfusson@ruv.is
Áhugasamir umsækjendur eru beðnir um að fylla út umsóknarform á RÚV.is. http://www.ruv.is/um-ruv/laus-storf