Vefumsjónarmaður
RÚV óskar eftir skemmtilegum og drífandi starfsmanni til að vinna fjölbreytt og krefjandi verkefni tengd vefnum ruv.is.
Helstu verkefni:
- Samskipti og aðstoð við dagskrárgerðarfólk og aðra starfsmenn sem vinna við vefinn
- Umsjón með vefsíðum og vefefni s.s. hljóð- og myndefni, fréttum og greinum
- Þátttaka í mörkun stefnu RÚV í vefmálum
- Fjölmargt annað tengt vef og nýmiðlum!
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af vefmálum
- Reynsla eða þekking verkefnastjórnun æskileg
- Góð íslenskukunnátta
- Skipulags- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileikar til að starfa í hóp
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurbjörn Óskarsson sigurbjorno@ruv.is eða í síma 515-3000. Umsóknir berist í síðasta lagi sunnudaginn 18. september á netfangið starfsumsoknir@ruv.is merktar „Vefumsjónarmaður“.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin.