Vefstjóri og tæknimaður/kona

Authority Nutrition 14. Sep 2014 Fullt starf

Erum að leita að vefstjóra/tölvusérfræðingi til að hjálpa til við rekstur vefsíðunnar AuthorityNutrition.com. Þetta er hratt vaxandi næringarvefsíða á ensku sem er að fá um og yfir 200 þúsund heimsóknir á dag.

Vefsíðan er keyrð á WordPress og með þessu fylgja ýmis verkefni tengd póstlista, google auglýsingum, keyra split test, fylgjast með rekstrartölum og önnur tæknileg vinna og aðstoð við aðra starfsmenn á skrifstofu. Ekki er um ræða greinaskrif.

Lykilatriði er að kunna mjög vel á WordPress, ásamt HTML og CSS. Einnig þarf að hafa einhverja kunnáttu á php, javascript, vefforritun og góða almenna tölvukunnáttu.

Góð enskukunnátta, frumkvæði og vandvirkni eru algjör skilyrði. Ekki er verra að hafa einnig áhuga á næringu og heilsu.

Um er að ræða 50-100% starf með sveigjanlegum vinnutíma.

Erum nú þegar búin að fá slatta af umsóknum, en það sakar ekki að fá nokkrar í viðbót.

Vinsamlegast sendið starfsumsóknir á netfangið ragna@betrinaering.is.

Kveðja,
Kristján


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Senda umsókn, með CV og helst einhverjum góðum dæmum af því sem þið hafið gert áður, á netfangið ragna@betrinaering.is.