Vefstjóri Háskóla Íslands
Háskóli Íslands leitar að dugmiklum og drífandi einstaklingi í starf vefstjóra skólans.
Vefstjóri er starfsmaður markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands og vinnur náið með starfsfólki sviðsins, Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ), forriturum, vefhönnuðum, kynningarstjórum fræðasviða skólans og öðrum sérfræðingum á sviði vefmála, jafnt innan og utan háskólans.
Starf vefstjóra felur í sér yfirsýn og ábyrgð verkefna er lúta að vefsvæðum Háskóla Íslands. Vefstjóri hefur einnig yfirumsjón með þróun og nýsmíði í vefmálum skólans. Hann stýrir samskiptum við vefteymi RHÍ, vefstjóra sviða og deilda, vefritara skólans og háskólasamfélagið sjálft, sem og aðra sem koma að vefmálum við Háskóla Íslands.
Vefstjóri ber ábyrgð á stefnu og framtíðarsýn fyrir vefsamfélag háskólans sem er eitt hið stærsta á landinu. Hann hefur yfirumsjón með námskeiðum og kennslu á Drupal-vefumsjónarkerfið.
Hæfniskröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt
Minnst 3ja ára reynsla af vefstjórnun viðamikilla vefsvæða
Haldbær reynsla af notkun og innleiðingu vefumsjónarkerfa
Brennandi áhugi á vefmálum
Frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar
Færni í framsetningu efnis fyrir vefi, notkun vefmælinga og leitarvélabestun
Færni og skilningur á notkun samfélagsmiðla og markaðssetningu á netinu
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Reynsla af myndvinnslu og þekking á html og Drupal-vefumsjónarkerfinu er kostur
Umsóknir berist til starfsmannasviðs Háskóla Íslands á netfangið starfsumsoknir@hi.is merkt HI13120046. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Örn Guðbjartsson sviðsstjóri Markaðs- og samskiptasviðs í síma 525 4260 og netfang jonorn@hi.is.