Vefstjóri
Vegna aukinna umsvifa í vefverslun óskar Penninn Eymundsson eftir kraftmiklum og hugmyndaríkum vefstjóra. Nýlega fór einnig í loftið fyrsta útgáfa af nýjum vef Pennans, en vefurinn hefur verið endurhannaður og smíðaður frá grunni í nýju vefumsjónarkerfi.
Starfssvið:
- Umsjón og þróun með innri og ytri vefjum fyrirtækisins
- Umsjón með leitarvélabestun (SEO) og auglýsingum á leitarvélum
- Umsjón með vefmælingum
- Önnur tilfallandi vefverkefni
Hæfniskröfur:
- Brennandi áhugi á vefmálum
- Mjög gott vald á íslensku og færni í framsetningu á efni fyrir vefi
- Reynsla af Google veftólum (Analytics, Adwords, Webmaster Tools) er mikill kostur
- Þekking á DRUPAL vefumsjónarkerfi er mikill kostur
- Reynsla og þekking á vefforritun og myndvinnslu er mikill kostur
- Þekking á Navision er kostur
- Frumkvæði í starfi, vandvirkni og góðir samskiptahæfileikar
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Vinsamlegast sækið um starfið á https://www.penninn.is/is/laus-storf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Halldórsdóttir, hildurh@penninn.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk.