Vefstjóri
Er ferðahugur í þér?
Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Iceland Travel hyggur á mikla nýsköpun og þróun í rafrænni þjónustu. Fyrirtækið auglýsir hér með eftir framsæknum, reynslumiklum og umfram allt árangursmiðuðum vefstjóra. Vefstjóri Iceland Travel starfar í markaðsdeild Iceland Travel og er ábyrgur fyrir framsetningu,rekstri,þróun og uppbyggingu vefja fyrirtækisins sem notaðir af fjölbreyttum hópi notenda um allan heim.
Hæfniskröfur
Brennandi áhugi á vefmálum og öppum
Mikil reynsla af stjórnun stórra vefja
Gott auga fyrir hönnun og framsetningu efnis fyrir vef
Haldgóð þekking á veftækni.
Reynsla af verkefnastjórnun og samskipti við birgja í flóknum vefverkefnum.
Þekking og reynsla af vefmælingum.
Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa.
Þekking á HTML og CSS.
Sjálfstæði, frumkvæði og fagmennska.
Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa.
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
Áreiðanleiki og stundvísi.
Umsóknarfrestur er til 2. desember nk.
Markmið
Markmið starfsins er að tryggja að Iceland Travel sé í fremstu röð hvað varðar hagnýtingu vefsins og annara stafrænna miðla í þjónustu, sölu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu á heimsvísu. Mikilvægur þáttur í starfinu er að vakandi fyrir nýjungum og betrumbótum sem og taka virkan þátt í nýsköpun og vöruþróun á sviði vefmála og stafrænna miðla.
Um Iceland Travel
Iceland Travel er leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sviði móttöku og þjónustu við erlenda ferðamenn og á sviði ráðstefnuþjónustu og hvataferða.
Hjá Iceland Travel er mannauður lykilþáttur í starfseminni og mikið er lagt upp úr þekkingardreifingu og uppbyggilegum starfsanda. Starfsmenn eru um 200 talsins, flestir með háskólamenntun eða mikla reynslu af ferðaþjónustu. Fyrirtækið er partur af Icelandair Group.
Sækja um starf
Sótt er um með því að senda póst á umsoknir@icelandtravel.is