Vefstjóri

Árnastofnun leitar að hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi til að að sjá um vefmál og markaðssetningu á stofnuninni og markaðssetja sýninguna Heimur í orðum, söfn stofnunarinnar og stafræn gögn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Tekur þátt í stefnumótun og þróunarstarfi á miðlunarsviði Árnastofnunar.
• Sér um vefsíður stofnunarinnar og markaðssetningu þeirra
• Tekur þátt í að markaðssetja sýningunnar Heimur í orðum í Eddu
• Sér um að miðla upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, rannsóknir og gögn, viðburði og sýningu á netinu og samfélagsmiðlum.
• Vinnur að því í samstarfi við starfsfólk stofnunarinnar að miðla þeirri þekkingu sem skapast innan fræðasviðanna.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðsmála, vefstjórnar eða stafrænnar miðlunar.
• Góð tölvuþekking og reynsla af vinnu við vefsíðugerð er nauðsynleg.
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
• Frjó og skapandi hugsun.
• Gott vald á íslensku og ensku er nauðsynleg og æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á einu Norðurlandamáli.
• Þekking á Drupal vefumsjónarkerfinu er æskileg ásamt kunnáttu á Adope Photoshop og Illustrator.
• Grunnþekking á HTML, CSS og Javascript er kostur.
Sækja um starf
Árnastofnun stendur á spennandi tímamótum og hefur flutt í Eddu sem er nýr og glæsilegur vettvangur íslenskrar tungu, bókmennta, handrita og menningar. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi og mun vefstjóri taka þátt í teymisvinnu þvert á svið stofnunarinnar. Hægt er að sækja um starfið á alfred.is. Hægt er að sækja um starfið til 31.mars 2025.