Vefstjóri
Viltu taka þátt í að móta stafræna framtíð leiðandi ferðaþjónustufyrirtækis á Íslandi?
Icelandia leitar að reynslumiklum og skapandi vefstjóra til að stýra vefmálum okkar og taka þátt í að þróa stafrænar lausnir sem efla ímynd fyrirtækisins bæði innanlands og á alþjóðavísu. Ef þú hefur gott auga fyrir UX/UI, tæknilega þekkingu og góðan skilning á vefmálum og vefmælingatólum, þá gæti þetta verið tækifærið fyrir þig!
Helstu verkefni:
- Umsjón með öllum vefsíðum fyrirtækisins, þróun og viðhaldi þeirra.
- Innleiðing stafrænna lausna í samstarfi við markaðsteymi og önnur svið.
- Greiningar á þörfum viðskiptavina til að hámarka notendaupplifun og árangur.
- Umsjón með mælikvörðum vefmála og rekjanleika herferða.
- Samskipti við samstarfsaðila og stofur.
- Hugmyndavinna, efnisinnsetning og uppsetning herferða.
- Fjölbreytt verkefni markaðsdeildar.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af vefstjórn eða stafrænni vöruþróun.
- Þekking á UX/UI og vefmælingatólum.
- Góð færni í framsetningu á efni fyrir vef og skipulagningu vefumhverfis.
- Brennandi áhugi á vefmálum og á notendavænni þjónustu.
- Góð skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti.
- Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að ná árangri.
Við bjóðum upp á:
- Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Frábæra vinnuaðstöðu og sveigjanleika.
- Líkamsræktarstyrk og sálfræðistyrk.
- Möguleika á þróun í starfi.
Ef þú ert lausnamiðaður einstaklingur sem hefur ástríðu fyrir vefmálum og vilt vera hluti af metnaðarfullu markaðsteymi, þá viljum við heyra frá þér!
Ferðaskrifstofa Icelandia, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Við sinnum ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá dagsferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Af hverju Icelandia?
Hjá Icelandia verður þú hluti af teymi sem leggur metnað sinn í að búa til framúrskarandi vinnustað. Við bjóðum upp á líflegt vinnuumhverfi og tækifæri til vaxtar.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við mannauðsdeild Icelandia: mannaudur@icelandia.is
Sækja um starf
Sótt er um á 50skills í gegnum hlekkinn hér að ofan.