Vefstjóri

A4 18. Aug 2017 Fullt starf

Hefur þú áhuga á að starfa hjá framsæknu og skemmtilegu fyrirtæki?
A4 óskar eftir að ráða vefstjóra.

Hlutverk og helstu verkefni:

  • Rekstur á vefsölu til viðskiptavina á fyrirtækja-og einstaklingsmarkaði ásamt samskiptum við samstarfsaðila og viðskiptavini
  • Ábyrgð á miðlun efnis til viðskiptavina og gerð rafrænna fréttabréfa
  • Dagleg umsjón, efnisinnsetning og almennar uppfærslur
  • Framsetning á vörum í samstarfi við markaðsdeild
  • Aðlögun og vinnsla myndefnis fyrir vef
  • Ábyrgð og framsetning markaðsefnis í samfélagsmiðlum, ásamt vefmælingum
  • Áframhaldandi þróun vefsvæða fyrirtækisins

Hæfniskröfur og persónulegir eiginleikar:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vefstjórnun
  • Reynsla og hæfni í textagerð ásamt góðri íslensku- og enskukunnáttu
  • Haldbær reynsla af notkun og innleiðingu vefumsjónarkerfa
  • Brennandi áhugi á vefmálum
  • Frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Færni í framsetningu efnis fyrir vefi, notkun vefmælinga og leitarvélabestun
  • Færni og skilningur á notkun samfélagsmiðla og markaðssetningar á netinu
  • Reynsla af myndvinnslu, photoshop og þekking á HTML

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst 2017.

Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, skemmtilegan starfsanda
og samkeppnishæf laun.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á alfa@a4.is merkt „vefstjóri“ . Nánari upplýsingar um starfið veitir Alfa Lára Guðmundsdóttir í síma 580-0000 eða í alfa@a4.is.