Vefsnillingur og hönnuður
Ábyrgð og verkefni:
- Uppfærsla og innsetning efnis á vef fyrirtækisins og samfélagsmiðla
- Þróun á ytri og innri vefsvæðum fyrirtækisins
- Aðlögun markaðsefnis frá erlendum birgjum í samstarfi við auglýsingastofu
- Myndvinnsla og hönnun markaðsefnis í samstarfi við markaðsstjóra og auglýsingastofu
- Önnur tilfallandi verkefni á markaðssviði
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi eða 2-3 ára reynsla af sambærilegu starfi
- Góð kunnátta í myndvinnsluforritum, m.a. InDesign, Photoshop og Illustrator, er skilyrði
- Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð kunnátta í HTML 5 og CSS er skilyrði
- Færni í notkun greiningartóla fyrir vefi og samfélagsmiðla er kostur
- Þekking á Umbraco vefumsjónarkerfinu er kostur
- Brennandi áhugi á og gott auga fyrir hönnun
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og áreiðanleiki
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á Mercedes-Benz og Kia bifreiðum. Við leitum að framúrskarandi einstaklingi í teymið okkar sem mun leiða Öskju áfram inn í spennandi framtíð. Boðið er upp á krefjandi vinnuumhverfi í hópi metnaðarfullra og hæfra einstaklinga.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2016 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Einungis reyklausir einstaklingar koma til greina. Umsóknir óskast sendar á netfangið atvinna@askja.is.