Vefhönnuður
Vegna aukinna verkefna óskar Overcast Software eftir að ráða vefhönnuð til starfa.
Sem vefhönnuður munt þú koma að hönnun stórra sem lítilla vefja og vefkerfa fyrir viðskiptavini okkar, viðmótshönnun fyrir vefkerfi Overcast Software auk annarra fjölbreyttra verkefna.
Hæfniskröfur
- Reynsla af vef- eða viðmótshönnun
- Þekking á möguleikum og takmörkunum mismunandi tækja (desktop vs. mobile)
- Geta unnið jafnt sjálfstætt og í teymi
- Góð hæfni í munnlegum og skriflegum samskiptum
- Reynsla af framsetningu tölulegra gagna er kostur
Um fyrirtækið
Overcast Software er fjölskylduvænt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar lausnir fyrir auglýsingabirtingar auk þess að sinna fjölbreyttum vef- og forritunarverkefnum.
Fyrirtækið var stofnað 2013 og er alfarið í eigu starfsmanna. Markmið okkar er að búa til skemmtilegt og metnaðarfullt starfsumhverfi þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín. Við erum óformleg í samskiptum, höfum gaman af lífinu, en vinnum á sama tíma að öllum verkefnum með miklum metnaði.
Starfsmannafélag Overcast stendur fyrir óreglulegum viðburðum þar sem mökum er boðið með.
Sækja um starf
Umsækjendur eru beðnir um að senda ferilskrá ásamt portfolio á jobs@overcast.is. Umsóknarfrestur er til 15. september 2018.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Sverrisson framkvæmdastjóri, kjartan@overcast.is.