Vefhönnuður
TM Software bráðvantar fleiri vefhönnuði í hópinn til að vinna að skemmtilegum og krefjandi verkefnum fyrir okkar frábæra hóp viðskiptavina.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vefhönnun, vera jákvæður og tilbúinn til að vinna náið með viðmótsforriturum og þróunarteymi. Góð kunnátta í Photoshop eða sambærilegum hugbúnaði mikilvæg. Áhugi eða þekking á vefforritun er kostur.
TM Software leggur áherslu á:
• Frábæran starfsanda og liðsheild
• Virka endurmenntun í starfi og uppbyggingu þekkingar og færni
• Skapandi vinnuumhverfi og úrvals mötuneyti
• Fölskylduvænan vinnutíma
• Margvísleg tækifæri til starfsþróunar
TM Software er hugbúnaðarhús sem þróar og framleiðir hugbúnað fyrir viðskiptavini í meira en 70 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa 70 hugbúnaðarsnillingar, þar af 38 við veflausnir og sérþróun.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Þórðardóttir, hópstjóri hjá TM Software, í síma 545-3000.
Umsókn með ferlisskrá óskast fyllt út á www.tmsoftware.is/ofurhetjur-oskast. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.