Vefhönnuður
Við hjá Mentor leitum að framúrskarandi vefhönnuði í fullt starf.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vefhönnun, góða kunnáttu í Photoshop og áhuga á nýjustu stefnum og straumum í vefsíðugerð.
Mentor þróar og framleiðir hugbúnað fyrir skóla sem notað er í yfir 1.000 skólum í 5 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 50 manns þar af 18 við þróun
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Mentor rekur skrifstofur á Íslandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi. Fyrirspurnum má beina til Svavars G. Svavarssonar (póstfang: svavar@mentor.is, GSM 899 0832). Vinsamlegast sendið umsóknir á starf@mentor.is, fyrir 24. mars 2015. Umsóknum skal fylgja portfolio með sýnishornum af verkum umsækjanda.