Vefforritari óskast á mbl.is

mbl.is 13. Oct 2015 Fullt starf

mbl.is leitar að öflugum og reynslumiklum vefforritara til að taka þátt í þróun á mest sótta vef landsins. Starfið felur í sér forritun og þróun á mbl.is og undirvefjum.

Við leitum að einstaklingi sem…

  • hefur þekkingu á Python og reynslu af einhverju MVC-miðuðu vefkerfi, t.d. Django;
  • hefur reynslu af framendaforritun (HTML, CSS og Javascript);
  • er framsækinn og tileinkar sér bestu mögulegu tækni hverju sinni og finnur nýjar og betri leiðir til að leysa verkefnin;
  • hefur gagnrýnið hugarfar, er sjálfstæður og sýnir frumkvæði í vinnubrögðum;
  • hefur mikinn metnað fyrir smáatriðum í viðmóti, virkni og hönnun vefja;
  • er góður í samskiptum og á auðvelt með að vinna í hópum.

Það er mikill kostur ef viðkomandi er hagvanur Linux og öðrum open-source hugbúnaði, s.s. Apache, PostgreSQL og Git. Þekking á Perl er einnig vel þegin.

Starfsumhverfi og verkefni á mbl.is einkennast af bæði stærri verkefnum sem taka nokkrar vikur í smíðum og eru unnin í samstarfi við hönnuði og aðra forritara og smærri verkefnum sem taka fáeinar klukkustundir. Venjulegar er hvort tveggja í gangi í einu sem gerir starfið mjög fjölbreytt.

Um mbl.is

mbl.is hefur frá opnun árið 1998 verið mest sótta innlenda vefsíða landsins og er nú mest lesni fréttamiðill landins. Í fjölmiðlamælingum hefur mbl.is verið sá miðill sem þjóðin ber mest traust til af einkareknum miðlum. Vefurinn nær nú til 89% allra Íslend­inga á aldr­in­um 12-80 ára í viku hverri sam­kvæmt net­miðla­könn­un MMR. Einstakir notendur mbl.is á viku eru um 550-700 þúsund og síðuflettingar eru um 10-14 milljón á viku samkvæmt samræmdum vefmælingum Modernus.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir um starfið auk ferilskrár skulu sendar á netfangið jobs@mbl.is. Nánari upplýsinga um starfið veitir Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri mbl.is, í síma 569-1260. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.