Vefforritari með sérhæfingu í framenda
Form5 óskar eftir að ráða vefforritara með sérhæfingu í framenda í fullt starf.
Við leitum að aðila sem deilir ástríðu okkar fyrir því að smíða gagnvirkar vörur og hefur metnað fyrir góðri notendareynslu og vel útfærðu viðmóti.
Æskilegt er að viðkomandi búi yfir 2-5 ára starfsreynslu (eða annari snilligáfu) og geti hafið störf fljótt.
Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi en við bjóðum upp á skapandi og gott vinnuumhverfi og sveigjanleika. Mikilvægt er að viðkomandi hafi frábært vald á HTML, CSS, Javascript og almennum þróunartólum og aðferðum.
www.form5.is
@Form5
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri, í síma 865-4520 eða á olafur@form5.is. Fullum trúnaði heitið.