Vefforritari með sérhæfingu í framenda
Vefstúdíóið Form5 óskar eftir að ráða vefforritara með sérhæfingu í framenda í fullt starf eða langtímaverkefni.
Við leitum að einhverjum sem deilir ástríðu okkar fyrir því að smíða gagnvirkar vörur, er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur mikinn metnað fyrir góðri notendareynslu, vel útfærðu viðmóti, fumlausum bakenda, og hefur næmt auga fyrir smáatriðum (við dveljum yfir þeim).
Skrifstofur okkar eru staðsettar í hjarta miðborgarinnar og bjóðum við upp á skapandi og gott vinnuumhverfi, sveigjanleika, fyrsta flokks tölvubúnað og góð laun.
Endilega sendu okkur línu á hello@Form5.is og segðu okkur frá þér og þínum verkefnum.
Fullum trúnaði heitið. Hlökkum til að heyra frá þér.
Óli og Steinar hjá Form5
hello@form5.is
www.form5.is
Hverjir eru Form5?
Form5 er ungt fyrirtæki í hröðum vexti og eru verkefnin framundan skemmtileg. Við þróum stafrænar vörur fyrir innlenda og erlenda aðila og höfum sérlegan áhuga á að nýta nýja og spennandi tækni til þess að búa til nýtilega en jafnframt skemmtilega reynslu fyrir notendur. Við stöndum í okkar eigin vöruþróun sem hugmyndin er að selja áskrift að í nákominni framtíð.
Tækni sem við leitum mikið í þessa dagana er t.d. HTML5, CSS3, JavaScript, Angular, Node.js, PostgreSQL, MongoDB, Heroku og Amazon AWS.
Í hönnunarhliðinni gerum við allt responsive, í retina-upplausn, og höfum mikla ánægju af því að hanna leiðandi og lifandi upplifun sem sækir í hugmyndafræði jafnt innan sem og utan fagsins, t.d. 80/20 regluna, progressive disclosure, immersion eða flow-ástand, o.m.fl.
Í kaffiuppáhellingu erum við með espressovél innanhúss en elskum líka V60 uppáhellingu þegar andrúmsloftið er afslappað.
Sendu okkur línu á hello@Form5.is og segðu okkur frá þér og þínum verkefnum.