Vefforritari hjá Meniga

Meniga 1. Jul 2011 Fullt starf

Meniga leitar að öflugum vefforriturum til að vinna að besta vef landsins og taka þátt í spennandi verkefnum um allan heim.

Þú verður hluti af litlu en gríðarlega öflugu teymi, færð mikla ábyrgð og hefur áhrif á þróun vörunnar.

Meðal verkefna er forritun á nýjungum, vinna við farsímalausnir, aðlögun að netbönkum erlendra banka o.fl.

Við bjóðum góð laun, gott vinnuumhverfi og skemmtilegan vinnustað.

Meniga er leiðandi í þróun heimilisfjármála veflausna (PFM) fyrir banka og fjármálafyrirtæki um allan heim. Meniga kerfið er margverðlaunað og talið skara fram úr á sínu sviði.

Meniga er með starfsstöðvar í þremur löndum en öll þróun fer fram á Íslandi.

Nánar um Meniga á www.meniga.com/about-us


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á atvinna@meniga.is. Fullum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar veitir Viggó Ásgeirsson, viggo@meniga.is / 820 6494