Vefforritari (drupal)
RÚV er öflugur fjölmiðill í almannaþágu sem byggir grunn sinn ekki síst á öflugum hugbúnaði. RÚV.is er sívaxandi vefur, byggður á Drupal, og síaukinn kraftur færist í framleiðslu efnis fyrir vef. Innviðir sjónvarps og útvarps byggja jafnframt á hugbúnaðarkeðju sem krefst sífelldrar þróunar.
Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum liðsmönnum í hugbúnaðarþróunarteymið sem geta bæði unnið náið í litlum hópi og borið ábyrgð á stórum verkefnum einir. Við höfum mikið samstarf við frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV og því er lipurleiki í mannlegum samskiptum afar mikilvægur. Frumkvæði, jákvæðni og hugmyndaauðgi eru nauðsynlegir eiginleikar.
Vefforritari
Ef þú …
- þekkir vel til drupal,
- hefur a.m.k. þriggja ára reynslu af vefforritun,
- hefur menntun sem nýtist í starfi,
- ert með allt á hreinu á bakendanum (t.d. PHP eða Python),
- ert fljót/-ur að tileinka þér nýjungar í faginu, t.d. möguleika HTML5, CSS3, notkun JQUERY, AngularJS o.fl.,
- þrífst í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi,
- ert lausnamiðuð/-aður og jákvæð/-ur,
- óttast ekki að takast á við krefjandi verkefni sem þér datt aldrei í hug að væru til
… ertu hárrétta viðbótin í fjölskylduna.
RÚV.is er settur upp í Drupal 7. Vefurinn keyrir á PHP 5 og MySql 5 gagnagrunni á Apache vefþjóni. Fyrir hljóð og mynd er notast við Mp3 og Mp4 skráaform. Þekking á vinnu í Photoshop, Flash og Flash Media Encoder er kostur. Innan deildarinnar vinnur hver og einn á þeim hugbúnaði sem honum þykir henta fyrir sína forritun en fyrir útgáfustýringar notum við Git og í einhverjum tilfellum SVN.
RÚV er almannaþjónusta – fjölmiðill í eigu almennings. Á RÚV.is er fréttaþjónusta allan sólarhringinn árið um kring. Þar er hægt að horfa á beina útsendingu sjónvarps, hlusta á útvarp og horfa á yfir 400 upptökur í viku hverri af efni sem þú gætir hafa misst af í sjónvarpinu. Dagskrá útvarpsrásanna spannar allan sólarhringinn. Okkar verki lýkur aldrei. Þorirðu?
Sækja um starf
Við leggjum áherslu á að endurspegla samfélagið sem við búum í og þess vegna hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. október n.k.
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti ingolfur.bjarni.sigfusson@ruv.is.