Gulleggs vinningshafa 2013 vantar forritara með frumkvæði og metnað
Við leitum að öflugu hugbúnaðarfólki í léttleikandi teymi í nýtt sprotafyrirtæki. Þú munt taka þátt í að þróa nýja vöru fyrir heimsmarkað og við búumst við því að þú hafir næga reynslu til að vita hvaða nútíma tækni og aðferðir leiða til árangurs og hverjar ekki.
5 ára reynsla og góð menntun gæti sett þig í “lead developer” stólinn.
Við erum nú þegar með öfluga alþjóðlega samstarfsaðila sem munu prófa búnaðinn okkar á ýmsum stigum og hjálpa okkur að vinna samkvæmt “lean startup” aðferðafræðinni.
Við erum nýkomin úr heimsókn í Sílikon Dal í Kaliforníu þar sem við skoðuðum hvernig þeir gera hlutina. Við heimsóttum Google, Atlassian, Ideo, Unity og fleiri og langar svakalega að byggja fyrirtækið okkar upp eins og við sáum þar og byggir á frumkvæði og eigin markmiðasetningu starfsmanna.
Á bakvið INTRAZ eru nokkrir reynsluboltar, en fyrirtæki er nýtt og það kann eðlilega að valda þér áhyggjum. Ef vel tekst til þá eru verðlaunin hinsvegar veruleg. Samkvæmt áætlun mun það taka okkur um ár að þróa fyrstu útgáfu af vörunni okkar og fjármögnun á þeirri vinnu gengur mjög vel. Þróun hefst í maí 2013
Intraz hafnaði í öðru sæti í keppninni um Gulleggið 2013.
Hafðu samband ef þig langar að vita meira.
info@intraz.com