Vefforritari á mbl.is
Árvakur, sem rekur meðal annars Morgunblaðið, mbl.is og K100, leitar að metnaðarfullum vefforritara hjá mbl.is, mest sótta vef landsins.
Meðal helstu verkefna er forritun, nýsmíði og viðhald á vefjum mbl.is
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á Python og reynslu af einhverjum MVC- miðuðu vefkerfi, t.d. Django
- Reynsla af framendaforritun (HTML, CSS og Javascript)
- Er framsækinn og tileinkar sér bestu mögulegu tækni hverju sinni og finnur nýjar og betri leiðir til að leysa verkefnin
- Gagngrýnið hugarfar, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Metnaður fyrir smáatriðum í viðmóti, virkni og hönnun vefja
- Góð mannleg samskipti og á auðvelt með að vinna í hópum
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Úlfar Ragnarsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs í síma 569-1178 eða á ulfar@mbl.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. september nk.
Umsóknum skal skilað á arvakur.is/storf með starfsferilskrá og kynningarbréfi