Vefforritari

RÚV ohf. 13. Sep 2011 Fullt starf

RÚV óskar eftir öflugum vefforritara til vinnu við ruv.is. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á forritun bæði fyrir framenda (HTML, CSS og JS) og bakenda (t.d. PHP) og vera fljótur að tileinka sér nýjungar í faginu, t.a.m. hafa þekkingu á þeim möguleikum sem búa í HTML5, CSS3 og notkun JQUERY við framsetningu vefviðmóts.

Hæfniskröfur:

  • A.m.k. 3 ára reynsla af vinnu við vefforritun
  • Mjög góð þekking á viðmótsforritun með HTML/CSS og Javascript
  • Góð þekking á a.m.k. einu forritunarmáli, s.s. PHP eða sambærilegu
  • Þekking og reynsla af einhverju af eftirfarandi er ekki skliyrði en mikill kostur: Drupal; streymi á hljóð og mynd með Flash/HTML5; vefsíðugerð fyrir farsíma/spjaldtölvur; þróun og forritun á smáforritum (apps)
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileikar til að starfa í hóp

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigurbjörn Óskarsson sigurbjorno@ruv.is eða í síma 515-3000. Umsóknir berist í síðasta lagi sunnudaginn 18. september á netfangið starfsumsoknir@ruv.is merktar „Vefforritari“.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um störfin.