Vefforritari
Arctic Adventures er íslenskt ævintýra- og afþreyingarfyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í íslenskri náttúru. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og um er að ræða opinn og skemmtilegan vinnustað með metnaðarfullu starfsfólki. Nú leitar fyrirtækið að nýjum öflugum vefforitara til að mæta auknum þörfum í heimasíðugerð.
Um starfið
- Forritun og viðhald vefsíðna
- Þróun og innleiðing veflausna
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnis- og menntunarkröfur
- Menntun í tölvunar- eða verkfræði
- Mjög góð þekking og reynsla af PHP, WordPress, HTML, CSS og JavaScript
- Sjálfstæð og góð vinnubrögð
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknir og fyrirspurnir berist á jobs@adventures.is