Vefforritari
Við óskum eftir metnaðarfullum einstaklingi með mikinn áhuga á vefþróun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í þróun veflausna bæði fyrir bakenda og framenda.
Starfssvið
- Þróun ýmissa veflausna
- Önnur störf tengd tæknimálum Eldum rétt
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunar- kerfis-, eða hugbúnaðarfræði eða mikla reynslu á þeim sviðum
- Góð reynsla og þekking á bakendaforritun er æskileg
- Reynsla og kunnátta á vefumsjónarkerfinu Drupal er kostur
Aðrar upplýsingar
Eldum rétt er matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í að afhenda fersk hráefni í réttum hlutföllum þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Öll sala fer fram á heimasíðu fyrirtækisins eldumrett.is og er því mjög mikilvægt að hún sé notendavæn bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Kristófer Júlíus Leifsson, kristofer@eldumrett.is, 571-1855.
Umsóknarfrestur
Það verður ráðið í þessa stöðu þegar réttur einstaklingur er fundinn. Það er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða heldur eru umsækjendur kallaðir inn eftir því sem við á og auglýsingin tekin niður þegar búið er að ráða í stöðuna.
Sækja um starf
Umsóknir skulu berast með því að fylla út umsóknarform á eldumrett.is/storf