Vefforritari
ERT ÞÚ VEFFORRITARINN SEM VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ?
Við leitum að léttum, skemmtilegum og duglegum forritara til að vinna við vefi og Netbanka Arion banka hf.
Þú ert rétti aðilinn ef þú kannt að tala:
• CSS + JavaScript
• JQuery
• .NET
• SQL
Þú þarft einnig að hafa:
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða sambærilega menntun
• Lágmarks fimm ára reynslu af þróun hugbúnaðar
Svo er gríðarlegur kostur ef þú kannt líka:
• Photoshop / Illustrator
• Silverlight / Flash
• HTML5
Það er mikilvægt að þú hafir brennandi áhuga á vefmálum, sýnir frumkvæði í starfi, getir unnið sjálfstætt og eigir jafnframt auðvelt með að vinna í hópi með skemmtilegu fólki í kraftmiklu umhverfi.
Við lofum þér vinnu sem er bæði áhugaverð og krefjandi því það sem þú gerir hefur áhrif á tugi þúsunda notenda.
Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband við Sigurjón Einar Þráinsson, hópstjóra netbankalausna í síma 444-6431, netfang: sigurjon.thrainsson@arionbanki.is, Vilhjálm Alvar Halldórsson, forstöðumann netviðskipta í síma 444-6567, netfang: vilhjalmur@arionbanki.is eða Írisi Guðrúnu Ragnarsdóttur í starfsmannaþjónustu í síma 444-6064, netfang: iris.ragnarsdottir@arionbanki.is.