Vefforritari
Arctic Adventures er stærsta afþreyingarfyrirtæki á Íslandi og selur ferðir til ferðamanna með áherslu á vist-
væna ferðamennsku. Arctic Adventures er öflugur vinnustaður með yfir 100 starfsmenn og um er að ræða opinn, skemmtilegan og ævintýralegan vinnustað. Vefsíða fyrirtækisins www.adventures.is er stór liður í starfsemi þess og nú leitum við að hæfileikaríkum vefforritara til að leiða þróun og breytingar á núverandi vefsíðu ásamt því að stjórna vinnu við forritun nýrra vefsíðna í tengslum við starfsemi fyrirtæksins.
Starfssvið:
Dagleg umsjón og viðhald á vefsíðum fyrirtækisins og umsjón með hýsingar- og lénamálum
Greining, þróun og forritun við núverandi og nýjar vefsíður fyrirtækisins
Æskileg færni:
Grunnþekking á CSS
Grunnþekking á Google Analytics
Færni í leitarvélabestun
Þekkja til Amazon S3 vefþjónustunnar
Hæfniskröfur:
Tölvunarfræði eða sambærilegt nám og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
Reynsla af vinnu við WordPress vefumsjónarkerfið
Þekking og reynsla af JavaScript og jQuery
Þekking og reynsla af PHP og SQL
Þekking og reynsla af GIT
HTML/HTML5
Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
Umsjónaraðili ráðningar er Jóhanna Ella Jónsdóttir. Umsóknir þar sem færð eru rök fyrir hæfni í starfið, skulu berast til johanna@adventures.is