Vefforritari

TM 17. Apr 2015 Fullt starf

Tryggingamiðstöðin (TM) vill ráða vefforritara í hóp hugbúnaðarsérfræðinga félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf við þróun framsækinna hugbúnaðarlausna sem byggja á veflausnum og samskiptum við kjarnakerfi á IBM i. Umhverfið samanstendur meðal annars af NodeJs, JavaScript, Angular, Java, DB/2, SQL, RPG og Cognos.

Starfssvið

  • Greining, hönnun og þróun hugbúnaðarlausna
  • Innleiðing og prófanir hugbúnaðarlausna
  • Viðhald eldri kerfa

Hæfniskröfur

  • Kerfisfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af JavaScript
  • Brennandi áhugi á forritun
  • Geta til að vinna sjálfstætt að verkefnum

Einstaklingar sem eru jákvæðir og hafa til að bera frumkvæði, kraft og útsjónarsemi ásamt framúrskarandi samskiptahæfileikum og þjónustulund eru hvattir til að sækja um starfið.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 28. apríl 2015. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið starf@tm.is. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Óskar Ingvarsson, forstöðumaður hugbúnaðargerðar (oskar@tm.is, gsm: 898 8724), veitir nánari upplýsingar um starfið.