Vefforritari

Angling iQ ehf 20. Feb 2015 Fullt starf

Við hjá sprotafyrirtækinu Angling iQ erum að leita eftir vefforritara sem allra fyrst. Við bjóðum upp á hrikalega skemmtilegt verkefni sem felst í því að búa til samfélagsmiðil fyrir stangveiðimenn. Markaðurinn er stór og telur yfir 200 milljónir manna á heimsvísu. Hlutverk vefforritarans er að þróa og hafa yfirumsjón með vefsíðunni okkar. Vefsíðan verður unnin í samstarfi við grafískan hönnuð og hinum forriturum fyrirtækisins.

Skrifstofan okkar er í Kópavogi og þar erum við með hrikalega góða kaffivél og það er skemmtileg stemmning á skrifstofunni. Við bjóðum upp á spennandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi fær tækifæri til að vinna í nýrri og spennandi tækni. Ef þú vilt koma og vinna með okkur í að gera flottasta, hraðvirkasta og mest töff samfélagsmiðil sem til er fyrir þennan sérhæfða, en jafnframt stóra, markhóp, hentu á okkur línu!

Hæfniskröfur:
– Reynsla í web development, s.s. HTML, CSS, Javascript etc.
– Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
– Sjálfstæð vinnubrögð
– Menntun í tölvunarfræði eða sambærilegu er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi kannist við
– Angular JS
– Node JS
– Less
– Jade
– Postgres
– Continuous Integration


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í tölvupósti á oli@anglingiq.com