Vefforritari
Erum við að leita að þér?
Nýmiðladeild RÚV vantar vefforritara
Nýmiðladeild er lítil deild með stórt verkefni: að reka og bæta RÚV.is, virkja 80 ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir meira af efni en nokkur annar íslenskur fjölmiðill og finna nýjar leiðir til að miðla því efni – allan sólarhringinn, alla daga ársins í sífellt fleiri tæki af öllum gerðum.
Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum forriturum sem geta bæðið unnið náið í litlum hópi og borið ábyrgð á stórum verkefnum einir. Við eigum í miklu samstarfi við frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV og því er lipurleiki í mannlegum samskiptum afar mikilvægur.
Ef þú…
– hefur a.m.k. þriggja ára reynslu af vefforritun
– menntun sem nýtist í starfi
– hefur gott vald á forritun fyrir framenda (HTML, CSS og JS)
– eða ert með allt á hreinu á bakendanum (t.d. PHP eða Python)
– ert fljót/ur að tileinka þér nýjungar í faginu, t.d. möguleika HTML5, CSS3, notkun JQUERY o.fl.
– þekkir til drupal
– hefur brennandi áhuga á miðlun á borð við gagnafréttamennsku (data journalism) og möguleikum snjalltækja
– ert spennt/ur fyrir því að starfa hjá langstærsta fjölmiðli landsins
– óttast ekki að takast á við krefjandi verkefni sem þér datt aldrei í hug að væru til
…ertu hárrétta viðbótin í fjölskylduna.
Frumkvæði og hugmyndaauðgi eru nauðsynlegir eiginleikar.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 5. maí.
Nánari upplýsingar og umsóknarform á www.RUV.is/um-ruv/laus-storf. Frekari upplýsingar veitir Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti ingolfur.bjarni.sigfusson@ruv.is.