Vefforritari

Raförninn / Image Owl 18. Dec 2013 Fullt starf

Raförninn veitir altæka þjónustu fyrir ört vaxandi heilbrigðisgeira með áherslu á meiri gæði og meiri verðmæti. Framundan eru spennandi, krefjandi og skapandi verkefni í þróun á gæðahugbúnaði fyrir Image Owl (imageowl.com) sem er að stórum hluta í eigu Rafarnarins. Image Owl vinnur að þróun veflægra gæðakerfa fyrir myndgreiningar- og geislameðferðartæki og nú þegar eru á markaðnum tvö slík kerfi fyrir tölvusneiðmyndatæki og segulómtæki.

Stærsta verkefnið um þessar mundir er þróun vefhugbúnaðar fyrir heildargæðaeftirlit á geislameðferðardeildum. Fyrirtækið þróar hugbúnaðinn í náinni samvinnu við geislameðferðardeild University of California, San Diego (UCSD). Í bígerð eru einnig stór verkefni fyrir framleiðendur gæðamælingartækja fyrir geislameðferðardeildir.

Starfið felur í sér tækifæri á að vinna að spennandi verkefnum í góðu og fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og símenntun. Hópurinn okkar samanstendur af þremur starfsmönnum á Íslandi og einum í Stokkhólmi. Teymið er einnig í miklum samskiptum við starfsmenn Image Owl í Bandaríkjunum og töluvert er um þáttöku í ráðstefnum og sýningum þar sem hugbúnaðurinn er kynntur.

Við leitum að jákvæðum og skapandi einstakling til að taka þátt í að skapa betra gæðaumhverfi í heilbrigðisgeiranum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Við leitum að:

1) Bakendaforritara
Starfið felst í forritun á bakenda fyrir veflæg gæðaeftirlitskerfi í heilbrigðisgeiranum.
Menntunar- og hæfnikröfur
– Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði, eðlisfræði eða sambærileg menntun er æskileg
– Þekking og góð reynsla af forritun í PHP eða sambærilegu máli
– Reynsla af Zend Framework eða sambærilegum forritunarrömmum (e. frameworks)
– Reynsla af gagnagrunnsforritun og þekking á gagnagrunnum (t.d. MySQL, PostgreSQL, Oracle, o.s.frv.)
– Kostur að viðkomandi hafi þekkingu á NoSQL gagnagrunnskerfum
– Kostur að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu á HTML/HTML 5, CSS og JavaScript
– Kostur að viðkomandi hafi reynslu af Linux
– Kostur að viðkomandi hafi reynslu af Amazon AWS

2) Vefforritara
Starfið felst í viðmótsforritun fyrir veflæg gæðaeftirlitskerfi í heilbrigðisgeiranum.
Menntunar- og hæfnikröfur
– Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði, eðlisfræði eða sambærileg menntun er kostur
– Haldgóð þekking og reynsla af HTML/HTML 5, CSS og JavaScript
– Reynsla af jQuery og HighCharts er kostur
– Reynsla af forritun í PHP eða sambærilegu máli er kostur

Við bjóðum
– Skemmtilegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi
– Áhugaverð verkefni í alþjóðlegu umhverfi
– Möguleika á að móta starfsumhverfi
– Góða starfsfélaga
– Möguleika á símenntun og vexti í starfi


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur línu á forritari@raforninn.is og segðu okkur frá þér Nánari upplýsingar fást hjá Ásbirni á asbjorn@raforninn.is