Vefforritari

D3 ehf 23. Jan 2013 Fullt starf

Vilt þú vinna í spennandi umhverfi hjá einu stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins. Framtíðin er á Netinu og um allan heim færist afþreying nú í auknum mæli yfir á Netið og Ísland er þar engin undantekning.

D3 leitar að drífandi og ábyrgðarfullum einstaklingum í fullt starf eða sem verktaka með brennandi áhuga á forritun í kringum vefi með afþreyingu.

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

..Menntun á sviði tölvunar-, kerfisfræði eða mikla reynslu á þeim sviðum
..Reynslu í vefforritun í.net, C#, MSSQL, forritun sérlausna og
brennandi áhuga á veflausnum
..Kostur að hafa þekkingu á HTML og CSS
..Sé jákvæður, hafi frumkvæði og tilbúinn að vinna í teymi.
..Langi að taka þátt í að móta nýtt landslag í dreifingu á afþreyingu á internetinu.
..Kostur ef viðkomandi hefur áhuga á bíómyndum, bókum eða tónlist.
..Þú þarft ekki að kunna allt til að byrja með – en vera mjög fljót(ur)
að ná áttum og setja þig inn í hlutina.

Við bjóðum…
…skemmtilegt starfsumhverfi
…góðan vinnustað
…frábæra viðskiptavini
…krefjandi verkefni
…allskonar fleira ….


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á Páll Vignir Jónsson palli@d3.is. Einnig er hægt að hringja í síma 696-9410 ef spurningar vakna.

Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.