Vefforritari
Vegna nýrra verkefna víðs vegar um Evrópu þurfum við að bæta forriturum við hugbúnaðarteymi okkar sem vinnur að þróun MainManager í .NET.
ICEconsult er með starfsemi á Íslandi, Noregi og Danmörku. MainManager er yfirgripsmikið kerfi til aðstöðustjórnunar þar sem vefviðmótið er nýtt til hins ýtrasta auk þess sem kerfið býður upp á tengingar við önnur kerfið af ýmsu tagi. Ennfremur eru fyrstu útgáfur af öppum fyrir Android og iOS komin í prófanir.
Við leitumst við að vera fyrsta flokks vinnustaður svo ef þú hefur áhuga á að starfa hjá okkur bjóðum við upp á:
• Fjölbreytt og áhugaverð verkefni í alþjóðlegu umhverfi
• Góða en kröfuharða viðskiptavini
• Skemmtilegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með skapandi hugsun í þróunarteymið okkar. Helstu verkefni snúa að viðmóti MainManager m.a. fyrir spjaldtölvur og farsíma. Kostur er ef þú hefur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynslu af viðmótsforritun fyrir vef
• Gott vald á HTML5, CSS3 og JQuery
Unnið er eftir SCRUM aðferðafræði.
Vinsamlega sendið fyrirspurnir á rhg@mainmanager.is ef einhverjar spurningar vakna.
Vinsamlega sendu umsókn til Ragnars H. Gunnarssonar á póstfangið rhg@mainmanager.is.