Vefforitari / PHP / HTML / MySQL
Stokkur Software leitar að snillingi í fullt starf með áhuga á forritun sérlausna fyrir vefi og vefumsjónarkerfi í PHP umhverfi.
Hæfniskröfur
– reynsla í PHP, HTML, CSS og MySQL
– reynsla í FIFA 2012 eða 2013 er kostur
– að halda með Liverpool er kostur
Starfsumhverfi
– skemmtilegur hópur af hæfileikaríku starfsfólki
– fjölbreytt og krefjandi verkefni
– alþjóðlegt umhverfi
– allt unnið á mac
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá á starf@stokkur.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2013