Vef- og viðmótshönnuður

Hagstofa Íslands 17. Jan 2020 Fullt starf

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða vef- og viðmótshönnuð.

Starfið felst í að leiða áframhaldandi framþróun á vef Hagstofunnar og sá sem því sinnir yrði helsti sérfræðingur Hagstofunnar á sviði vefmiðlunar, með tilliti til hönnunar og framsetningar efnis. Vinnan gengur út á að þróa og innleiða stafrænar lausnir með notendamiðaðri hönnun. Starfið er unnið í nánu samstarfi við forritara á upplýsingatæknideild og sérfræðinga á fagsviðum Hagstofunnar.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur, til dæmis á sviði vef- og viðmótshönnunar, margmiðlunar eða viðeigandi listnáms

  • Starfsreynsla af vef- og viðmótshönnun er nauðsynleg

  • Starfsreynsla af hönnun og myndvinnslu (grafísk hönnun og myndræn gagnaframsetning)

  • Þekking og/eða starfsreynsla á framendaforritun (HTML og CSS)

  • Þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun

  • Reynsla af því að hafa starfað í teymum og stjórnað verkefnum

  • Þekking á Javascript er kostur

  • Þekking á hagnýtingu samfélagsmiðla er kostur

  • Góð samskipta- og samstarfsfærni

  • Frumkvæði og drifkraftur

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur skulu sækja um starfið í gegnum ráðningarkerfi ríkisins www.starfatorg.is Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2020