Vef- og samskiptastjóri

Ferðaskrifstofa Íslands 13. Aug 2015 Fullt starf

Ferðaskrifstofa Íslands sem rekur vörumerkin Úrval Útsýn, Sumarferðir, Plúsferðir og ITB leitar af Vef-og samskiptastjóra til að koma í hóp öflugra starfsmanna sem vinna í spennandi umhverfi.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Daglegur rekstur á vefsíðum 4 vörumerkja félagsins
  • Auglýsingagerð fyrir blöð, skjáauglýsingar og vef
  • Hönnun og gerð fjölpósta fyrir vörumerkin
  • Textagerð fyrir vef og fjölpósta
  • Rafræn markaðssetning, Google analytics og Google Adwords, samfélagsmiðlar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla að vinna í InDesign og Photoshop, nám í grafískri hönnun æskilegt
  • Góð þekking á HTML og CSS
  • Mjög góð þekking á Google Analytics og Google Adwords
  • Þekking og reynsla að vinna með samfélagsmiðla sem markaðstól
  • Snögg og skipulögð vinnubrögð og að sjálfsögðu létta lund.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknafrestur er til og með 23. ágúst

Umsóknir og fyrirspurnir skulu sendast á netfangið jonina@fitravel.is