Vefþróun – Kennarar

Tækniskólinn 1. Apr 2015 Fullt starf

Við ætlum að bjóða upp á öfluga námsleið í Vefþróun – Ert þú sá/sú sem við leitum að?

Tækniskólinn óskar eftir sérfræðingum á sviði vefhönnunar og viðmótsforritunar sem hafa áhuga á að kenna og byggja upp öflugt nám í Vefþróun. Við leitum af einstaklingum sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu við gerð veflausna.

Skemmtilegt og fjölskylduvænt starf þar sem þú getur haft áhrif á að móta öfluga vef- og viðmótsforritara sem þörf er á í samfélaginu. Starfið er sveigjanlegt og með möguleika á að aðlaga vinnutíma að þörfum starfsmanna.

Vefhönnuður – Kennari

Starfssvið:

  • Kennsla í vefhönnun, notendaupplifun og notendaviðmóti
  • Skipulag á kennslu í samstarfi við Tækniskólann
  • Skipulagning á námsefni og verkefnum

Hæfniskröfur
– Víðtæk þekking og reynsla af vefhönnun
– Viðtæk þekking og reynsla af notendaupplifun og notendaviðmóti
– Einstaklega gott auga fyrir hönnun
– Nám í vefhönnun, grafískri hönnun eða öðru sambærilegu námi kostur
– Hæfni í mannlegum samskiptum
– Áhugi og metnaður fyrir að þróa öflugt nám í vefþróun

Viðmótsforritari – Kennari

Starfssvið:

  • Kennsla í HTML, CSS og JavaScript
  • Skipulag á kennslu í samstarfi við Tækniskólann
  • Skipulagning á námsefni og verkefnum

Hæfniskröfur

  • Víðæk reynsla og þekking af viðmótsforritun
  • Framúrskarandi færni í að búa til viðmót með HTML og CSS
  • Mjög gott vald á JavaScript
  • Nám í vefforritun eða öðru sambærilegu námi kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi og metnaður fyrir að þróa öflugt nám í vefþróun

Tækniskólinn býður næstkomandi haust uppá nám í vefþróun með áherslu á viðmótsforritun. Námsleiðin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er tveggja ára nám á fagháskólastigi. Markmiðið er að byggja upp nám þar sem sérfræðingar á sviði vefþróunar deila reynslu og þekkingu með nemendum í opnu starfsumhverfi. Í náminu verður lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð undir handleiðslu sérfræðinga og í nánu samstarfi við atvinnulífið.

Sérstaða námsins felst í: fámennum nemendahóp, góðu aðgengi að kennurum, námsumhverfi sem stuðlar að samheldni, samvinnu nemenda og verkefnavali, þar sem sköpun einstaklings fær að njóta sín.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jónatan Arnar Örlygsson í síma 820-3236 eða með tölvupósti á jao@tskoli.is. Fullum trúnaði heitið. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl. Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á: jao@tskoli.is (Merkt vefhönnuður eða viðmótsforritari) Við hvetjum umsækjendur til að senda verkefnamöppu með umsókn.