Vefþróun, HTML og CSS

Nova 1. Jul 2013 Fullt starf

Við leitum að frábærum liðsfélaga í fjölbreytt starf í markaðsdeild
Nova, m.a. HTML og CSS vinnu, vefþróun við vef Nova ásamt
ýmsum öðrum verkefnum tengdum vef og markaðsmálum
fyrirtækisins.

Viltu vera með í að búa til flottasta vefinn og halda
svo gott partí til að fagna því?
Starfsmaður þarf að hafa góða kunnáttu í HTML, CSS,
Javascript, Visual Studio, Photoshop og kunna að sjóða egg
(ekki skilyrði samt).

Reynsla af vef- og efnisstjórnun skilyrði. Gott að starfsmaður hafi
unnið í LÍSU vefumsjónarkerfi eða öðrum sambærilegum kerfum
og hafi áhuga á auglýsinga- og markaðsmálum, ásamt því að
hafa gott auga fyrir útliti.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sæki um á www.radum.is fyrir 8. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Erla Björgvinsdóttir, hildur@radum.is, sími 519 6770.