UT þjónusta og kerfisrekstur
Valitor leitar að sérfræðingi með einstaka þjónustulund til að taka þátt í rekstri, þjónustu og þróun á notendakerfum fyrirtækisins. Valitor rekur starfsstöðvar bæði á Íslandi og erlendis en starfið er staðsett hér á landi. Valitor er PCI-DSS vottað og taka öll öryggismál mið af því.
Viljir þú starfa í framsæknu fjártæknifyrirtæki, þar sem tækniumhverfið er krefjandi og áhersla er á skýjalausnir og sjálfvirknivæðingu, gætir þú átt heima í okkar frábæra liði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Þjónusta og rekstur útstöðva
-
Rekstur Office365 með mikilli áherslu á öryggi
-
Uppsetning og rekstur á lausnum sem nýta Azure/AWS
-
Sjálfvirknivæðing og skriftun (e. automation and scripting)
-
Aðstoð og ráðgjöf er kemur að öryggisúttektum og greiningum
-
Aðgangstýringar og rekstur AD/Azure AD
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Menntun, og a.m.k. 2 ára starfsreynsla, sem nýtist í starfi
-
Áþreifanleg reynsla af öryggismálum í upplýsingatækni skilyrði
-
PowerShell þekking skilyrði
-
Reynsla af rekstri útstöðvar Windows/Apple; Linux þekking kostur
-
Þekking og reynsla í rekstri MS intune kostur
-
Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
-
Framúrskarandi þjónustulund
-
Hungur í að læra og tileinka sér nýja tækni
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sækja um starf
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2021.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Karl Níelsson, Head of Infrastructure, IT Services & Procurement, í síma 840 6919.