Upplýsingaöryggisstjóri með reynslu

Syndis 17. Mar 2023 Fullt starf

Ert þú upplýsingaöryggisstjóri sem vilt vinna í stærsta upplýsingaöryggisfyrirtæki landsins?
Við leitum að starfsfólki með reynslu í stjórnunarlegri öryggisráðgjöf í fjölbreytt verkefni fyrir spennandi fyrirtæki.

Starfssvið:
Upplýsingaöryggisráðgjöf við viðskiptavini
Upplýsingaöryggisstjóri til leigu (vCISO)

Hæfniskröfur:
A.m.k. 2ja ára reynsla af upplýsingaöryggisstjórn
Mjög góð samskiptahæfni
Metnaður og samviskusemi
Færni í rituðu og töluðu máli, á íslensku og ensku

Hvað gerum við?
Teymið aðstoðar mörg af mest spennandi fyrirtækjum landsins og erlenda viðskiptavini við stjórnunarlegt öryggi. Dæmi um þetta er öryggisráðgjöf og úttektir, rekstrarsamfelluáætlarnir, fyrirlestrar og kynningar, áhættumöt, hlítingar, æfingar á ferlum og áætlunum o.m.fl. Einnig tökum við að okkur hlutverk upplýsingaöryggisstjóra innan annarra fyrirtækja. Reynsla af öllum þessum verkefnum er alls ekki skilyrði.

Hvað leggjum við áherslu á?
Markmið okkar er að einfalda öryggi með skynsamlegri og notendamiðaðri nálgun og jákvæðri öryggismenningu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á samvinnu í okkar fjölbreytilegu verkefnum, að hafa gaman í vinnunni og styðja hvert annað. Öll okkar vinna er unnin af fagmennsku og einkennist af góðum samskiptum. Við gefum okkur tíma í hugmyndavinnu og hvetjum til vöruþróunar.

Hvað bjóðum við upp á?
Syndis býður upp á frábæran og frjálslegan vinnustað, samkeppnishæf kjör og mjög góð starfsmannafríðindi. Umhverfið er fjölskylduvænt, vinnutíminn sveigjanlegur, heimavinna eftir hentisemi og góður stuðningur við þróun í starfi og endurmenntun.

Erum við að leita að þér? Finnst þér þetta hljóma spennandi? Sendu okkur umsókn með kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Upplýsingar um starfið veita Ebenezer Þ. Böðvarsson (ebenezer@syndis.is) og Guðrún Valdís Jónsdóttir (gudrun@syndis.is)

Syndis er leiðandi fyrirtæki í upplýsingaöryggi sem sérhæfir sig í öryggislausnum og ráðgjöf á alþjóðamarkaði. Á síðasta ári hlaut fyrirtækið heiðursverðlaun Ský á UT-messunni 2022 fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið er í örum vexti og starfa þar nú um 50 öryggissérfræðingar. Fyrirtækið er vottað skv. ISO27001.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á Alfreð.