Unix kerfisstjóri
**Unix kerfisstjóri **
Við erum að styrkja Unix hópinn okkar og leitum að reynslumiklum einstakling til þess að takast á við krefjandi verkefni í öflugu fyrirtæki.
Viðkomandi kemur að rekstri og uppbyggingu á Linux/Unix umhverfum RB og viðskiptavina, ásamt tengdum hugbúnaðarkerfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Sjálfvirknivæðing á uppsetningu og rekstri kerfa
-
Daglegur rekstur á RedHat netþjónum
-
Daglegur rekstur og umsýsla á hugbúnaðarkerfum
-
Framþróun umhverfa og þátttaka í mótun tæknistefnu
-
Villugreining og bestun á lausnum í tækniumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsreynsla
-
Þekking og reynsla af rekstri á Linux er nauðsynleg
-
Þekking og reynsla af Docker og/eða Kubernetes er nauðsynleg
-
Þekking á Ansible, Chef og öðrum tólum fyrir sjálfvirknivæðingu er nauðsynleg
-
Reynsla af DevOps vinnubrögðum er kostur ásamt CI/CD pipelines
-
Reynsla af forritun er kostur
Sækja um starf
Sótt er um í gegnum heimasíðu RB: https://rb.is/storf-i-bodi/
Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjón Sverrisson forstöðumaður kerfisrekstrar kristjon.sverrisson@rb.is
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní nk.
RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingartækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal megin greiðslukerfi landsins.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða er undirstaða allra verka.