Tölvunarfræðingur

Ethicode 26. Oct 2020 Hlutastarf

Sjálfboðaliðar óskast!

Verkefnið

Spori hjálpar okkur að sjá betur um plánetuna okkar með matarvali. Hugmyndin er að ef neytendum er gefin innsýn inn í umhverfisáhrif þeirra valkosta sem í boði eru, þegar staðið er frammi fyrir vali á næstu máltíð, munu umhverfisvænni máltíðir oftar verða fyrir valinu. Spori gerir sköpuðum máltíða af öllum stærðum og gerðum kleift að meta umhverfisáhrif rétta sinna og birta þau skilmerkilega fyrir neytendur sína.

Sjá nánar hér: https://foodprintcalculator.com

Starfið

Við þurfum trausta tölvunarfræðinga til að bæta við virkni og laga villur í bakenda og framenda. SPORI er byggður með Next.js og MongoDB.

Um Ethicode

Með nýsköpun og hugbúnaðargerð til að upplýsa, vekja til vitundar, og stuðla að sanngirni gagnvart öllum dýrategundum, er Ethicode fullt eldmóði til að skapa heim þar sem allar skyni bornar verur hafa rétt til lífs, frelsis, og leit að hamingju.

Spori er mikilvægasta verkefni Ethicode, reiðubúið að hafa töluverð áhrif, með því að beina neytendum í átt að velja sér oftar vegan máltíðir, af umhverfisástæðum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Athugið að um ólaunað sjálfboðaliðastarf í fjarvinnu er að ræða. Ef þetta vekur áhuga þinn, og þú hefur lausan tíma við og við til að hjálpa málstaðnum, viljum við endilega heyra í þér. Vinsamlegast sendu okkur ferilskrá á ethicode@ethicode.org og nokkrar línur um hver þú ert og hvað kveikir í þér.