Teymisstjóri vöruhúsa gagna
Embætti landlæknis leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum sérfræðingi í uppbyggingu á vöruhúsum gagna á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embættinu. Viðkomandi mun leiða hönnun og útfærslu á allri úrvinnslu og uppbyggingu vöruhúsa gagna í nánu samstarfi við önnur teymi innan embættisins.
Embætti landlæknis rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu gagna vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
Allar nánar upplýsingar má finna á Starfatorgi þar sem sótt er um starfið
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=33120
Sækja um starf