Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis

Embætti landlæknis 7. Dec 2021 Fullt starf

Helstu verkefni og ábyrgð

Samhæfir og stýrir verkefnum sem lúta að rafrænum upplýsingakerfum, þ.e. hugbúnaðar- og tæknimálum hjá embættinu.

Skilgreinir og forgangsraðar verkefnum á sviði rafrænna upplýsingakerfa í samvinnu við sviðsstjóra og framkvæmdastjórn embættisins.

Ber ábyrgð á að rekstur upplýsingakerfa stofnunarinnar gangi hnökralaust fyrir sig.

Fylgist með nýjungum og innleiðir eftir því sem við á.

Ber ábyrgð á að kröfur um öryggi rafrænna upplýsingakerfa séu uppfylltar í samvinnu við öryggisstjóra.

Semur um framkvæmd upplýsingatækniverkefna við ytri aðila í samráði við sviðsstjóra og fjármálastjóra.

Hefur samstarf við Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna um rafræna gagnasöfnun í heilbrigðisskrár embættisins.

Vinnur að uppbyggingu og þróun úrvinnslugrunna til gagnagreiningar og þróun innri kerfa.

Tekur þátt í stefnumótun og áætlanagerð teymis, sviðs og embættis á sviði rafrænna upplýsingakerfa.

Önnur verkefni í samráði við sviðsstjóra og landlækni.

Hæfniskröfur

Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsnám er kostur.

Marktæk reynsla af stjórnun, rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa, þ.m.t. vélbúnaði og hugbúnaði.

Þekking á löggjöf og stöðlum varðandi öryggi net- og upplýsingakerfa og reynsla af innleiðingu og rekstri.

Öflug þekking á og reynsla af gagnagrunnskerfum (Oracle og SQL), Microsoft hugbúnaði og SAP/BO.

Þekking á þróun hugbúnaðarkerfa, hugbúnaði til gagnagreiningar og hugbúnaði til miðlunar á vef.

Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund.

Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir.

Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar, þjónustulipurð og frumkvæði.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir - shara@landlaeknir.is - 510 1900

Þórgunnur Hjaltadóttir - thorgunnur@landlaeknir.is - 510 1900