Teymisstjóri hugbúnaðarteymis

Reykjavíkurborg 6. Feb 2025 Fullt starf

Teymisstjóri hugbúnaðarteymis (e. development team lead) óskast í fjölbreytt og spennandi verkefni hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið starfsins er að leiða þverfaglegt teymi sérfræðinga og stuðla að öflugri þróun stafrænna lausna Reykjavíkurborgar.

Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar?

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum teymisstjóra hugbúnaðarteymis (e. development team lead) til að leiða þverfaglegt teymi sérfræðinga hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar.

Þú munt vinna með fjölbreyttu teymi forritara, prófara, hönnuða og vörustjóra við þróun stafrænna lausna sem bæta og einfalda þjónustu fyrir borgarbúa og starfsfólk borgarinnar. Sem teymisstjóri hugbúnaðarteymis (e. development team lead) munt þú hafa leiðandi og styðjandi hlutverk með því að stuðla að sjálfstæði og sjálfstýringu teymisins. Þú munt einnig bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd verkefna og hjálpa teyminu að halda fókus á afhendingu hugbúnaðarlausna.

Ef þú hefur frábæra samskipta- og skipulagshæfni ásamt brennandi áhuga á tæknilegri framþróun og notendamiðaðri nálgun, þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða og styðja þverfaglegt hugbúnaðarteymi í þróun stafrænna lausna Reykjavíkurborgar
  • Skipuleggja og stýra verkefnum með áherslu á gagnsæi, skilvirkni og stöðuga afhendingu
  • Viðhalda yfirsýn yfir verkefnastöðu og framvindu verkefna
  • Aðstoða við úrlausn vandamála og tryggja að hindranir í þróunarferlinu séu leystar hratt og örugglega
  • Vinna náið með vörustjórum, stafrænum leiðtogum og öðrum hagsmunaðilum til að tryggja að markmið og væntingar séu samræmd
  • Umsjón með útgáfum og samhæfa viðbragð við atvikum í rekstri
  • Efla og viðhalda góðum samskiptum innan teymisins og við aðra starfshópa eða utanaðkomandi samstarfsaðila
  • Hvetja til lausnamiðaðrar hugsunar, nýsköpunar og notkunar á bestu starfsvenjum í hugbúnaðarþróun
  • Skapa jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi sem eflir starfsánægju teymisins

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði eða verkfræði.
  • Reynsla af leiðtogahlutverki í hugbúnaðarþróun, verkefnastjórnun eða sambærilegu starfi
  • Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að leiða fjölbreytt teymi til árangurs
  • Góð þekking og/eða reynsla á Agile aðferðafræði
  • Þekking á tæknistakknum okkar er kostur (React, TypeScript, .NET, MS SQL, Azure Web Apps)
  • Þekking á notendamiðari hönnun og viðmóthönnun (UX/UI) er kostur
  • Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Hæfni til að tjá sig skýrt í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku

Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild, traust og virðing einkennir skemmtilega og skapandi menningu. Við leggjum mikið upp úr faglegu umhverfi þar sem frumkvæði og þori er fagnað. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf borgarbúa og starfsfólks borgarinnar.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur fengið viðurkenningu fyrir frábæra vinnustaðamenningu (Great place to work) og vorum í öðru sæti fyrir fyrirtæki og/eða stofnanir sem huga að vellíðan starfsfólks. Einnig erum við regnbogavottaður vinnustaður. Markmið með regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og einnig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

Við bjóðum upp á:

  • Fyrsta flokks vinnustað
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin
  • Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
  • Krefjandi og skemmtileg verkefni
  • Öfluga nýliðamóttöku
  • Sálrænt öryggi og skapandi menningu
  • Góða liðsheild og góð samskipti
  • Samkennd og virðing
  • Þekkingarumhverfi
  • Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Heilsueflandi vinnustað
  • Gott vinnuumhverfi
  • 30 daga í sumarleyfi
  • 36 stunda vinnuviku
  • Sveigjanleika á vinnutíma
  • Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
  • Frábært mötuneyti og ávextir á kaffistofu
  • Heilsu- og samgöngustyrk
  • Sundkort
  • Menningakort

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2025. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Lovísa Ámundadóttir, þróunarstjóri, í gegnum netfangið maria.lovisa.amundadottir@reykjavik.is.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  1. Starfsferilsskrá.
  2. Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið. Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti.