Tæknitröll
Fyrir liggja spennandi verkefni við að endurbæta og straumlínulaga tækniumhverfi Orkunnar og mun viðkomandi leika mikilvægt hlutverk í þeim verkefnum sem framundan eru.
Hluta af rekstri og þjónustu er úthýst, en kerfisumsjón, innri þjónusta, móttaka, greining og úrlausn mála, samskipti við birgja, miðlun og eftirfylgni verkefna verða á ábyrgð viðkomandi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á tækni og vera viljugur til að læra nýja hluti og útvíkka sig sem sérfræðingur. Um spennandi hlutverk við úrlausn fjölbreyttra verkefna er að ræða sem gefur viðkomandi einstakt tækifæri til að vaxa í starfi.
Við leitum að lifandi og metnaðarfullum einstaklingi sem vill ná árangri í lífi og starfi.
Sækja um starf
Menntunar- og hæfniskröfur Nám sem nýtast í starfi, t.d. kerfisstjórnun, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegt Microsoft, Cisco og aðrar gráður eru kostur. Reynsla af rekstrarumsjón tölvukerfa. Reynsla af notendaþjónustu. Frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa jafnt sjálfstætt sem í hópi er skilyrði.