Tæknistjóri Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa 28. May 2024 Fullt starf

Tæknistjóri Fjarskiptastofu er fagstjóri upplýsingatækniumhverfis stofnunarinnar og ber ábyrgð á upplýsingatæknimálum hennar og að þau styðji við þarfir allra sviða stofnunarinnar á hverjum tíma. Tæknistjóri leiðir stefnumótun og högun stofnunarinnar á sviði upplýsingatæknimála og skipuleggur þróun upplýsingatæknimála í samstarfi við aðra starfsmenn, annast skilvirka innleiðingu upplýsingatæknikerfa og breytinga á þeim. Þá leiðir tæknistjórinn tæknileg viðbrögð við öryggisatvikum í upplýsingakerfum stofnunarinnar. Undir upplýsingatækniumhverfi FST falla öll kerfi Fjarskiptastofu, þ.m.t. kerfi netöryggissveitarinnar CERT-IS.

Fagstjóri upplýsingatækniumhverfis vinnur með gæðastjóra til að tryggja að allar tæknilegar lausnir, val á birgjum og innleiðing kerfa uppfylli alþjóðleg viðmið um bestu framkvæmd á sviði net- og upplýsingaöryggis og persónuverndar. Fagstjóri tækniumhverfis situr í öryggishópi stofnunarinnar.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra Innviðasviðs hjá Fjarskiptastofu.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Yfirumsjón með upplýsingatækniumhverfi stofnunarinnar daglegum rekstri þess og virkni.
• Yfirumsjón með innleiðingu og þróun upplýsingatækniumhverfis Fjarskiptastofu, þ.m.t. gerð fjárhagsáætlana, í samvinnu við sviðsstjóra.
• Yfirumsjón með skipulagi og eignarhald á rekstri upplýsingatækniumhverfis stofnunarinnar.
• Ber ábyrgð á skipulagi notendaþjónustu í upplýsingatækniumhverfi stofnunarinnar.
• Samskipti við fulltrúa allra sviða um þróun, uppbyggingu og samræmingu upplýsingatækniumhverfis til að tryggja þarfir mismunandi sviða.
• Ábyrgð á gerð og viðhaldi samninga við birgja og aðra rekstraraðila upplýsingatækniumhverfis fyrir stofnunina.
• Framkvæma úttektir og prófanir á virkni öryggisvarna, öryggisvöktunar og viðbrögðum við öryggistengdum atburðum.
• Upplýsingagjöf til framkvæmdastjórnar um stöðu og þróun upplýsingatækni-umhverfis stofnunarinnar, þar á meðal um gerð birgjasamninga, áhættur, veikleika og öryggisatvik.
• Vinna með gæðastjóra í að viðhalda stöðugum endurbótum og hlítni við stjórnkerfi net- og upplýsingaöryggis í samræmi við ISO/IEC 27001.
• Fylgjast með framförum í upplýsingaöryggistækni og öryggisógnum sem steðjað geta að rekstri upplýsingatæknikerfa stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði upplýsingaöryggis, tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun er skilyrði.
• Umtalsverð reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa er skilyrði.
• Reynsla af gerð og framkvæmd birgjasamninga er skilyrði.
• Þekking á stjórnkerfi net- og upplýsingaöryggis líkt og ISO/IEC 27001 staðlinum er kostur.
• Sterk leiðtoga- og skipulagshæfni.
• Framúrskarandi samskiptahæfni til að eiga samskipti við hagsmunaaðila með bæði tæknilegan sem og annars konar bakgrunn.
• Góð íslensku og enskukunnátta.
• Þarf að standast bakgrunnsskoðun hjá Ríkislögreglustjóra.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið á www.starfatorg.is
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í sex mánuði frá dagsetningu hennar nema umsækjandi taki annað fram.

Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og aðgengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Hjá Fjarskiptastofu starfa um 50 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.
Fjarskiptastofa er heilsueflandi og fjölskylduvænn þekkingarvinnustaður sem hlotið hefur Umhverfisvottun, Jafnlaunavottun og ISO 27001 vottun.

Umsóknarfrestur er til og með 07.06.2024

Nánari upplýsingar veitir
Þorleifur Jónasson – thorleifur@fjarskiptastofa.is – 5101500


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á Starfatorg.is