Tæknistjóri / CTO
Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða framsýnan tæknistjóra sem mun leiða starfsemi tækniþjónustu Hagstofunnar og vinna að innleiðingu á nýrri tæknistefnu. Í starfinu felst rekstur, þróun og eftirlit með grunninnviðum ásamt þátttöku í hönnun og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum til reksturs. Tæknistjóri tekur þátt í stafrænum umbreytingarverkefnum og uppbyggingu á framtíðarlausnum. Áhersla er lögð á lausnamiðaða hugsun og framúrskarandi þjónustu við notendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði eða verkfræði
Þekking og reynsla af rekstri og eftirliti með grunninnviðum er skilyrði
Farsæl reynsla af samningagerð og samstarfi við þjónustuaðila
Þekking á skýjaumhverfum s.s. Microsoft 365
Þekking á verkefnastjórnun hugbúnaðarþróunar
Reynsla af innleiðingarverkefnum og kerfishönnun
Reynsla af stafrænum umbreytingarverkefnum og uppbyggingu framtíðarlausna
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni
Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa
Hreint sakarvottorð
Lausnamiðuð hugsun og góð þjónustulund
Sækja um starf
Um er að ræða fullt starf sem fellur beint undir sviðsstjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknafrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Emma Á. Árnadóttir, mannauðsstjóri, í síma 5281000, netfang: emma.a.arnadottir@hagstofa.is
Umsóknarfrestur er til og með 14. júní 2021 og skal sótt um á vef starfatorgs: www.starfatorg.is.