Tæknistjóri
Moodup leitar að öflugum tæknistjóra (e. CTO) til að leiða hugbúnaðarþróun og tæknilega þjónustu fyrirtækisins. Stakkur er TypeScript, React, Node og Postgres. Í boði er að vinna hluta starfsins í fjarvinnu.
Helstu verkefni
- Forgangsröðun og þróun nýrrar virkni (bæði fram- og bakendi)
- Samskipti og tæknileg þjónusta fyrir viðskiptavini (t.d. villulagfæringar og endurbætur á núverandi virkni)
- Ýmis tilfallandi verkefni tengd vöru- og viðskiptaþróun
Hæfni
- Háskólapróf sem nýtist í starfi (t.d. tölvunar-, kerfis-, verk-, eðlis- eða stærðfræði)
- Að lágmarki 2ja ára starfsreynsla við hugbúnaðarþróun
- Þekking á TypeScript, React og Postgres/SQL
- Færni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á rituðu máli bæði á íslensku og ensku
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- DevOps reynsla er kostur (t.d. Linux, VPS og networking)
Um Moodup
Moodup er ungt og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki sem mælir starfsánægju hjá 35.000 starfsmönnum á 100 vinnustöðum. Moodup sendir starfsfólki reglulegar kannanir þar sem það tjáir sig í skjóli nafnleyndar. Stjórnendur geta síðan skoðað, greint, rætt og unnið með niðurstöður mælinga í mælaborði til að bæta starfsumhverfið. Sjá nánar á www.moodup.is.
Þrír starfsmenn eru hjá Moodup í dag: framkvæmdastjóri, tæknistjóri og sölustjóri. Við leitum að nýrri manneskja til að taka við keflinu af núverandi tæknistjóra, sem mun láta af störfum á næstunni. Við erum með skrifstofu í Sjávarklasanum úti á Granda, sem er samvinnurými (e. coworking space) með 70 fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Moodup, bjorn@moodup.is, s. 868-5259.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars. Vinsamlegast sendu ferilskrá ásamt stuttri lýsingu eða kynningarbréfi í gegnum umsóknarvef Alfreðs eða á netfangið starf@moodup.is.