Tæknisérfræðingur

Raförninn ehf 29. Sep 2015 Fullt starf

Fjölbreytt starf fyrir tæknisérfræðing

Raförninn ehf er stofnaður 1984 og veitir altæka ráðgjöf og tækniþjónustu á sviði læknisfræðilegar myndgreiningar, fyrir ört vaxandi heilbrigðisgeira, með fókus á aukin gæði og minni sóun. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að ná settum markmiðum með því að leysa þeirra almennu og sértæku þarfir með viðeigandi tæknilausnum.
Raförninn er óháður einstökum framleiðendum myndgreiningarbúnaðar, en þróar eigin lausnir á sviði gæðamats og gæðamælinga. Stór hluti gæðamælingaþjónustunnar er fyrir erlenda viðskiptavini.
Undanfarin ár hefur félagið verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo.

Í tækniþjónustunni eru langtímahagsmunir hafðir að leiðarljósi. Gerðir eru samningar um þjónustu gegn mánaðarlegu gjaldi, viðbrögð við bilunum og öðrum frávikum eru skilgreind, einnig hvaða gæðamælingar eru gerðar og hvaða rekstraröryggi félagið tryggir.
Mikil áhersla er lögð á rannsóknir og þróun gæðamælinga og mats á myndgreingarbúnaði, til að tryggja hagsmuni þeirra sem nota myndgreingarþjónustu ásamt því að uppfylla lagalegar skyldur um öryggi sjúklinga. Á þessu sviði vinnur félagið með virtum samstarfsaðilum, þar á meðal eru nokkrir þekktir háskólar.

Við leitum að metnaðarfullu tæknifólki sem vill vinna í sveigjanlegu og hvetjandi starfsumhverfi og takast á við fjölbreytt, spennandi og krefjandi verkefni.

Helstu viðfangsefni eru:

  • Viðhald, uppsetningar og mælingar á tölvustýrðum búnaði til læknisfræðilegrar myndgreiningar.
  • Daglegur rekstur, uppsetning og skipulagning tölvukerfa.
  • Þróun nýrra gæðamælinga og tækniþjónustulausna.

Æskileg menntun og reynsla á einu eða fleiri eftirfarandi sviða:

  • Rekstur tölvukerfa
  • Rafeindavirkjun
  • Rafmagnstæknifræði/Rafmagnsverkfræði
  • Heilbrigðisverkfræði/Hátækniverkfræði

Málakunnátta: Gott vald á íslensku og ensku er mikilvægt

Öll þekking á gagnagrunnum, forritun, Windows, Linux og netkerfum er kostur.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Smári Kristinsson, smari@raforninn.is. Umsóknum skal skilað á sama netfang.