TÆKNIMENN Á SVIÐI NOTENDAÞJÓNUSTU OG KERFISREKSTRAR
TÆKNIMENN Á SVIÐI NOTENDAÞJÓNUSTU OG KERFISREKSTRAR
Við erum að vaxa og erum að leita að efnilegum tæknimönnum með brennandi áhuga á upplýsingatækni. Ef þú vilt vinna hjá framsæknu tæknifyrirtæki þá viljum við fá þig í okkar lið.
Endor er ungt og kraftmikið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá félaginu starfar reynslumikið teymi sem hefur vaxið hratt á innlendum og erlendum mörkuðum.
Endor leitar að metnaðarfullum einstaklingum með ríka þjónustulund sem búa yfir faglegum vinnubrögðum, liprum samskiptum og vinna vel undir álagi.
STARFSSVIÐ:
Í starfinu felst innleiðing og uppsetning vél‐ og hugbúnaðar, notendaþjónusta, kerfisþjónusta og almennur rekstur á upplýsingatækniumhverfi viðskiptavina, tengdum lausnum og samhæfing þeirra.
HÆFNISKRÖFUR:
- Grunnnám/menntun í tölvu og netkerfum æskileg
- Góð þekking hvað snertir notendahugbúnað sbr. O365/Google o.fl.
- Reynsla af rekstri upplýsingakerfa æskileg
- Þekking á Linux stýrikerfum og netrekstri æskileg en ekki skilyrði
- Rík öryggisvitund og öguð vinnubrögð
- Metnaður til að ná árangri, forvitni á því hvernig allt virkar og vilji til að tileinka sér nýjungar
- Krafa um stundvísi, heiðarleika og lipur samskipti
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Guðjónsson, gunni@endor.is.