Tæknimaður/kerfisstjóri

Opex ehf 6. Nov 2015 Fullt starf

Við leitum að hressum og metnaðarfullum einstaklingi sem nennir að spila tölvuleiki í hádeginu.

Á milli tölvuleikja þarftu að dunda þér í rekstri Linux og Windows netþjóna ásamt því að taka á öllum þeim málum sem koma upp yfir daginn, bæði á kerfunum og hjá viðskiptavinum okkur.

Kunnátta í eftirfarandi kemur sér vel:
Microsoft lausnir
Linux kerfi
Netkerfi
Gagnagrunnar (MSSQL, Oracle, MySQL)
Eftirlitskerfi ( Nagios, Xymon )
Vélbúnaður
PHP

Hæfniskröfur:

Gott vald á íslensku og ensku
Hæfni til að starfa í hóp sem og sjálfstætt
Mikil þjónustulund og jákvæðni


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Endilega sendu okkur línu á opex@opex.is með smá texta og ferilskrá!